Seinfeld á Netflix árið 2021

Seinfeld á Netflix árið 2021

Góðvinirnir í Friends eru að yfirgefa Netflix en það þarf ekki að örvænta, Seinfeld mun taka við. Það er staðfest að Netflix hefur keypt réttinn af Seinfeld og munu allar seríurnar koma á Netflix árið 2021 en þá rennur út samningurinn sem HULU gerði um sýningu þessarar vinsælu gamanþátta.

Netflix er þessa daganna að reyna að tryggja sér sem mest efni til að sýna en það er ljóst að mikið af efni mun hverfa af Netdlix þegar Disney opnar sína streymisveitur og Apple TV+ er þegar byrjað að bera víurnar í efni til að sýna á sínum vettvangi.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um Seinfeld-þættina sem eru með vinsælustu gamanþáttum sem hafa verið sýndir. Það er líka ljóst að þættirnir halda áfram að rúlla peningum á bankareikninga Jerry Seinfeld og Larry David sem eru höfundar Seinfeld.

Það verður því hægt að horfa á ýmis epísk atriði á Netflix, eins og þetta hér að neðan.

Momentum Wireless eru fullkomin - og þau eru komin til Íslands

Momentum Wireless eru fullkomin - og þau eru komin til Íslands

Hildur vann Emmy-verðlaun fyrir Chernobyl

Hildur vann Emmy-verðlaun fyrir Chernobyl