Momentum Wireless eru fullkomin - og þau eru komin til Íslands

Momentum Wireless eru fullkomin - og þau eru komin til Íslands

Við fjölluðum á dögunum um þær viðtökur sem Sennheiser Momentum Wireless hafa fengið meðal notenda og tæknivefsíðna útum allan heim en flestir tala um þessi heyrnartól séu að setja ný viðmið fyrir aðra framleiðendur heyrnartóla. Það er líklega rétt!

Momentum Wireless er uppfærð útgáfa af Momentum heyrnartólunum sem þykja vera með einn besta hljómburðinn af heyrnartólum almennt. Í síbreytilegum heimi þar sem fólk vill nota góð heyrnartól með símanum eða tölvunni þá skiptir miklu máli að þau séu þráðlaus og það tók sinn tíma fyrir Sennheiser að uppfæra Momentum með þessum kostum.

En þau eru nú komin á markað og hafa flestir ekki haldið vatni yfir þessum nýjustu heyrnatólum Sennheiser. Þau eru með alla kosti sem þráðlaus heyrnartól þurfa að hafa en þau eru með NoiseGuard tækninni sem sér til þess að umhverfishljóða heyrast nánast ekkert þegar hlustað er á tónlist, það eru komnir fleiri hljóðnemar til að nota þau til samskipta eins og á Facetime eða Skype en svo er hljómburðurinn hreint út sagt magnaður. Það er sama þó hlustað sé á níundu sinfóníu eftir Beethoven eða Master of Puppets með Metallica - það er eins og að fá sér eyrnakonfekt að nota Momentum til að hlusta.

Sennheiser fór líka sömu leiðir og flestir aðrir með því að gera Momentum góð í daglega notkun t.d. á skrifstofunni eða heima fyrir. Í vinnurýmum í dag er oft verið að vinna á opnum svæðum og svo þarf oft í hinum hraða heimi tækninnar að vinna á ferðinni, eins og í strætó eða lestum og þá eru góð heyrnartól algjört lykilatriði til að geta einbeitt sér eða til að spjalla við samstarfsmenn á ferðinni.

Rafhlöðuendingin er líka orðin æ betri en það má búast við allt að 22 tíma endingu í notkun og þau koma þar að auki með USB-C hleðslutengi sem mikill kostur.

Yfirlýsing eins og að Momentum Ireless séu að setja ný viðmið er ansi stór en eftir að hafa prófað þau núna í nokkra daga þá verður varla annað séð en að Sennheiser sé búið að hanna og framleiða hin fullkomnu heyrnartól - í það minnsta þangað til að annað kemur í ljós.

Nánar verður fjallað um Sennheiser Momentum Wireless á næstunni eftir að nota þau við hinar ýmsu aðstæður.

Sennheiser Momentum Wireless eru nú fáanleg í PFAFF.

Forsala á iPhone Pro er hafin - kemur á föstudaginn

Forsala á iPhone Pro er hafin - kemur á föstudaginn

Seinfeld á Netflix árið 2021

Seinfeld á Netflix árið 2021